Jarðfræðikort

3/11/2015

  • Bryndís Sigurjónsdóttir tekur á móti jarðfræðkorti

Íslenskar orkurannsóknir (ÍSOR) er þessa dagana að færa þeim framhaldsskólum, sem hafa náttúrufræðibraut, jarðfræðikort að gjöf.  Um er að ræða berggrunnskort sem sýnir berggrunn landsins, bergtegundir og aldur bergs.  Eldvirku svæðin sjást vel og dreifing gosstöðva.  Einnig er hægt að sjá helstu jarðhitastaði, sprungur og misgengi, megineldstöðvar, öskjur og fleira.

Í morgun tók Bryndís Sigurjónsdóttir skólameistari á móti kortinu.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira