Jarðfræðiferð

25/4/2018

  • Jarðfræðiferð í apríl 2018 - við Kleifarvatn
  • Jarðfræðiferð í apríl 2018 - á milli N-Ameríku flekans og Evrasíu flekans

Mánudaginn 23. apríl  fóru nemendur í áfanganum JAR2A05 í jarðfræðiferð um Reykjanesskaga. Veður var bjart, fagurt og stillt og ferðin frábær í alla staði. Á fyrri myndinni er hópurinn við bólstrabergshrygg norðvestan við Kleifarvatn.

Þriðjudaginn 24. apríl fylgdu tveir nemendahópar úr náttúrufræðiáfanganum NÁT2B05 í kjölfarið. Þó veður hafi verið örlítið lakara var ferðin einstaklega vel heppnuð. Á seinni myndinni er hópurinn staddur í gjá á milli N-Ameríku flekans og Evrasíu flekans. Lifandi sönnun fyrir landreki.Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira