Jarðfræðiferð
Þriðjudaginn 10. nóvember fóru nemendur í jarðfræðiáföngum skólans í jarðfræðiferð. Kristinn Arnar Guðjónsson, jarðfræðikennari, leiðsagði hópnum um leyndardóma Snæfellsness.
Snæfellsnes státar af öllu því helsta sem einkennir jarðfræði landsins til viðbótar við frábæra náttúrufegurð. Má þar nefna nútíma eldvirkni (súra og basíska), tertíer jarðlög og jökla. Í fjörunni milli Arnarstapa og Hellna er að finna fegurstu dæmi stuðlabergs hér á landi svo eitthvað sé nefnt.
Ferðin gekk vel þrátt fyrir élja- og skúraveður og var hópurinn ánægður með ævintýrið.