Japanir heimsækja kynjafræðitíma

8/10/2021 Bóknám

  • Japanir heimsækja kynjafræði

Hanna Björg Vilhjálmsdóttir og nemendur hennar í kynjafræði fengu á dögunum góða heimsókn. Þar voru komnir menn frá japanskri sjónvarpsstöð, Tokyo Broadcasting System. Tokyo Broadcasting System er ein stærsta sjónvarpsstöð Japans en þeir voru komnir til Íslands til að taka upp þátt um jafnrétti og kvenréttindi á Íslandi. Tekið var upp í kynjafræðitíma og á meðan nemendur gerðu verkefni. Nemendur voru að sjálfsögðu til fyrirmyndar í tímanum. Þau tóku virkan þátt í verkefninu sem unnið var og svöruðu spurningum kvikmyndatökumanna. 

Hanna Björg er brautryðjandi hér á landi í kynjafræðikennslu en byrjað var að kenna kynjafræði við Borgarholtsskóla sem valáfanga 2007. Áfanginn hefur verið skylda á bóknámsbrautum skólans síðan árið 2017 og á flestum öðrum námsbrautum frá áramótum 2021.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira