Jagúar í heimsókn

7/9/2021 Bíliðngreinar

  • Jagúarinn
  • Nemendur, kennarar og jagúarinn

Í dag fékk bíladeildin áhugaverða heimsókn, sem vakti verulega athygli nemenda. Fagurhvítri Jagúarbifreið sem var í eigu Halldórs Laxness var ekið frá Gljúfrasteini og inn um dyr bíladeildarinnar hér í Borgó. Ástæða þessa var að forsvarsfólk safnsins að Gljúfrasteini vildi kanna mögulegt samstarf við bíladeild Borgarholtsskóla um að gera bifreiðina upp.

Kennari í bifreiðasmíði ásamt nemendum sínum mat ástand bílsins, auk þess sem deildarstjóri bíliðngreina tók þátt í ástandsskoðuninni. Þetta er fjölþætt verkefni, sem allar bíliðngreinarnar munu koma að ef af verður, þ.e. bifreiðasmíði, bifvélavirkjun og bílamálun. Á næstu dögum verður tekin ákvörðun um hvort og þá hvernig þetta verkefni gæti passað inn í mismunandi áfanga hjá nemendum í bíliðngreinum. Ljóst er að nemendur í bíliðngreinum hafa mikinn áhuga á að komast í tæri við þennan eðalvagn.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira