Jafnréttisdagur

8/3/2017

  • Jafnréttisdagur 2017
  • Jafnréttisdagur 2017
  • Jafnréttisdagur 2017
Jafnréttisdagur BHS er haldinn 8. mars sem er alþjóðlegur baráttudagur kvenna.

Jafnréttisnefnd skólans óskaði eftir því að kennarar myndu í dag ræða spurninguna "Hvað er jafnrétti til náms?" við nemendur sína.

Í hádeginu kom Anna Kristín Guðnadóttir meistari í bifreiðasmíði og kynnti sína leið í námi og starfi. Hún vinnur hjá Heklu og er í námi hjá Volkswagen.

Ólafur Sveinn Jóhannesson deildarstjóri í Tækniskólanum og sagði frá #kvennastarf, sem er samstarfsverkefni Tækniskólans, Samtaka iðnaðarins og iðn- og verkmenntaskóla á Íslandi. 

Með #kvennastarf er ætlunin að brjóta niður úreltar hugmyndir og benda ungu kynslóðinni á að fyrir bæði kynin eru allar leiðir færar í námi og starfi.  Vefur átaksins er kvennastarf.is


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira