Jafnréttisdagur
Jafnréttisdagur Borgarholtsskóla var haldinn 8. mars á alþjóðlegum baráttudegi kvenna. Sigríður Sigurjónsdóttir sálfræðingur og fyrrum nemandi í Borgó hélt fyrirlestur um hrelliklám og sexting en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum ganga nektarmyndir af íslenskum börnum og ungmennum manna á milli á netinu. Lögreglunni hefur reynst erfitt að bregðast við, dreifingin er stjórnlaus og netið gleymir engu. Rík þörf er á vitundarvakningu og samstöðu gegn hrelliklámi og var fyrirlestur Sigríðar þarft innlegg í þá baráttu.