Jafnlaunavottun

7/8/2020

  • Afhending-vottunarskirteinis-jafnlaunavottunar

Skólaárið 2019-2020 stóð yfir vinna við jafnlaunakerfi skólans. Jafnlaunakerfið byggir á kröfum og leiðbeiningum íslenska stjórnunarstaðalsins ÍST-85:2012. Lauk þeirri vinnu með vottun kerfisins í júní 2020. Jafnlaunakerfinu er ætlað að tryggja að ákvarðanir í launamálum byggist á málefnalegum sjónarmiðum og feli ekki í sér kynbundna mismunun.

Faglegur vottunaraðili Borgarholtsskóla er Versa Vottun.

Í júní 2017 var jafnlaunavottun lögfest með breytingu á lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla nr. 10/2008. Samkvæmt þeim lögum skal jafnlaunavottun byggjast á staðlinum ÍST 85 - Jafnlaunakerfi -  kröfur og leiðbeiningar.

Jafnlaunastaðallinn tryggir fagleg vinnubrögð sem fyrirbyggja beina og óbeina mismunun vegna kyns. Markmið hans er að vinna gegn kynbundnum launamun og stuðla að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði.

Föstudaginn 21. ágúst afhentu fulltrúar Versa Vottunar skólanum vottunarskírteini vegna jafnlaunavottunarinnar og var meðfylgjandi mynd tekin af því tilefni.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira