Íþróttamaður ársins

14/12/2021 Málmiðngreinar

  • Róbert Ísak Jónsson, Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir og Már Gunnarsson

Róbert Ísak Jónsson sundmaður og nemandi í vélvirkjun í Borgarholtsskóla var valinn íþróttamaður ársins hjá Íþróttasambandi fatlaðra, ásamt Má Gunnarssyni sundmanni. Þetta er í fyrsta sinn sem tveir karlmenn deila titlinum en afrek þeirra beggja voru svo mikil að ekki þótti fært að gera upp á milli þeirra. Bergrún Ósk Aðalsteinsdóttir, frjálsíþróttakona og fyrrverandi nemandi Borgarholtsskóla hlaut nafnbótina íþróttakona ársins fjórða árið í röð.

Róbert Ísak setti 12 Íslandsmet á árinu og á Evrópumeistaramótinu í 50m laug  í Portúgal vann hann brons í 200m fjórsundi og silfur í 100m flugsundi. Róbert keppti einnig á Paralympics í Tokyo í þremur greinum og náði 6. sæti í 200m fjórsundi og 100m flugsundi.

Róbert Ísak hlýtur þessa nafnbót í annað sinn en hann hlaut hana fyrst árið 2017.

Íþróttamönnunum öllum eru færðar innilegar hamingjuóskir.

Nánari upplýsingar má finna á vef Hvata en þaðan er meðfylgjandi mynd fengin að láni.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira