Ísskápastríð

27/4/2018

 • Ísskápastríð 27. apríl 2018
 • Ísskápastríð 27. apríl 2018
 • Ísskápastríð 27. apríl 2018
 • Ísskápastríð 27. apríl 2018
 • Ísskápastríð 27. apríl 2018
 • Ísskápastríð 27. apríl 2018
 • Ísskápastríð 27. apríl 2018
 • Ísskápastríð 27. apríl 2018
 • Ísskápastríð 27. apríl 2018
 • Ísskápastríð 27. apríl 2018
 • Ísskápastríð 27. apríl 2018
Þórey Gylfadóttir stuðningsfulltrúi sem jafnframt er nemandi í dreifnámi á félagsvirkni- og uppeldissviði fékk það verkefni í áfanganum ÍSL4MÞ05 að búa til verkefni fyrir nemendahóp. Kröfurnar voru þær að verkefnið tengdist á einhvern hátt menningu og einnig þurfti það að tengjast einum eða fleiri grunnþáttum í aðalnámskrá.

Verkefnið sem Þórey gerði bar yfirskriftina Ísskápastríð og fólst í að tveir nemendahópar voru fengnir til að keppa í matreiðslu hráefnis sem þau vissu ekki fyrirfram hvað yrði.
Hafsteinn, Gabríella og Hjálmar voru í gula liðinu og þurftu þau að elda nautakjöt. Þórey, Konráð og Matthildur voru í appelsínugula liðinu og þurftu þau að elda kjúkling. Krakkarnir fengu eina klukkustund til að gera matinn kláran á matardisk. Eftir fyrirfram ákveðnum reglum var hægt að gera ýmislegt til að hjálpa sér, t.d. afla upplýsinga á neti eða hringja í vin.
Dómarar voru svo fengnir til að dæma afraksturinn, en það voru þau Ásta Laufey Aðalsteinsdóttir aðstoðarskólameistari og Magnús Eðvald Halldórsson nýkjörinn formaður leikfélags Borgarholtsskóla.

Gula liðið bar sigur úr býtum en allir nemendurnir stóðu sig vel, maturinn smakkaðist frábærlega og þótti verkefnið skemmtilegt.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira