Ísl 503 í bókmenntagöngu

8/5/2015

  • Íslenskunemar í 503 í miðbæjargöngu vorið 2015

Nemar í Ísl 503 fóru í bókmenntagöngu um miðbæ Reykjavíkur mánudaginn 4. maí.
Þeir höfðu kynnt sér höfunda frá 20. eða 21. öld, valið staði í bænum sem koma við sögu í verkum þeirra og sett saman gönguferð milli þeirra. Á hverjum stað var staldrað við og hlýtt á fróðleik um höfund og verk. Til dæmis var komið við á Bríetartorgi, við Hótel Borg, Austurbæjarskóla, Unuhús og skáldabekk Tómasar Guðmundssonar.
Norðangarrinn var kaldur en undir suðurveggjum og í húsaskotum yljaði sólin.

Íslenskunemar í 503 í miðbæjargöngu vorið 2015


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira