InSTEM - evrópskt samstarfsverkefni

9/2/2016

  • InSTEM - evrópskt samstarf
  • InSTEM - evrópskt samstarf
  • InSTEM - evrópskt samstarf
  • InSTEM - evrópskt samstarf

Borgarholtsskóli tekur þátt í mjög áhugaverðu Evrópuverkefni styrkt af Erasmus Plus með skólum í Tyrklandi, Litháen, Lúxemborg og Ítalíu.  Verkefnið heitir InSTEM, sem stendur fyrir  Innovative Student-Teacher Evolution Model, og er því ætlað að stuðla að auknum áhuga nemenda á vísindagreinum með ýmis konar spennandi verkefnum og tilraunum sem tengjast mismunandi vísindagreinum.  Meðal þess efnis sem unnið er með er tölfræði og kannanir, líffræði, græn orka, tölvunotkun og kortagerð. 

Fundir eru haldnir í öllum þátttökulöndunum og fara auk kennara tveir nemendur sem búa hjá fjölskyldum í viðtökulandinu. Þetta er því skemmtileg upplifun og reynsla fyrir nemendur að fá að taka þátt í daglegu lífi jafnaldra sinna í öðrum löndum og menningu. 

Í nóvember fóru tveir kennarar og tveir nemendur til Antalya í Tyrklandi.  Þar var aðal viðfangsefnið stofnun áhugamannaklúbba (e. HackLab) í vísindagreinum í skólunum og hvernig hægt sé að koma því við.  Að auki var lögð áhersla á að kynnast sögu og  menningu Tyrklands, en hópurinn fór í ferðir þar sem fornar rústir hringleikahúsa og borga voru skoðaðar auk safna um hinar ýmsu hefðir og venjur Tyrkja á liðnum öldum.

Í apríl á þessu ári verður farið til Lúxemborgar. Þar mun hópurinn vinna með kannanir og úrvinnslu þeirra. Í haust koma þátttakendur til Íslands og verður þá unnið með græna orku. Þar munum við sýna hvernig Íslendingar nýta krafta náttúrunnar til orkuframleiðslu.

Erasmus+


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira