Í samstarf við HR
Nýlega var undirritaður samstarfssamningur til fimm ára á milli HR og Borgarholtsskóla, sem felur í sér að nemendur og kennarar í íþróttafræði munu koma að verknámi og annarri kennslu á afreksíþróttasviði.
Hafrún Kristjánsdóttir sviðsstjóri íþróttafræðisviðs HR og Ársæll Guðmundsson skólameistari BHS undirrituðu samninginn. Tengiliður á milli skólanna verður Sveinn Þorgeirsson verkefnastjóri afreksíþróttasviðs BHS en hann er jafnframt aðjúnkt við HR.
Meðfylgjandi mynd er fengin af vef HR og þar má einnig lesa nánar um þetta.