Í samstarf við HR

14/9/2016

  • Samstarfssamningur milli BHS og HR

Nýlega var undirritaður samstarfssamningur til fimm ára á milli HR og Borgarholtsskóla, sem felur í sér að nemendur og kennarar í íþróttafræði munu koma að verknámi og annarri kennslu á afreksíþróttasviði.

Nemendum í íþróttafræði við HR gefst kostur á að vinna að lokaverkefnum sem tengjast nemendum afrekssviðsins og nemendum á lokaári afrekssviðs verður boðið á sérstakar námskynningar í HR.

Hafrún Kristjánsdóttir sviðsstjóri íþróttafræðisviðs HR og Ársæll Guðmundsson skólameistari BHS undirrituðu samninginn.  Tengiliður á milli skólanna verður Sveinn Þorgeirsson verkefnastjóri afreksíþróttasviðs BHS en hann er jafnframt aðjúnkt við HR.

Meðfylgjandi mynd er fengin af vef HR og þar má einnig lesa nánar um þetta.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira