Hólfaskipting í bílahúsi

4/10/2020

  • Skólinn

Vegna þeirra sóttvarnaraðgerða sem kynnar voru um helgina tekur nýtt fyrirkomulag hólfa í bílahúsi gildi mánudaginn 5. október og er það eftirfarandi:

Hólf 1: - Nýtt

Stofur B01, B02 og B03 – Gengið er inn í horninu hjá lyftunni og þaðan upp á 2. hæð. Athugið að ekki er hægt að komast inn á verkstæðin þaðan.

Hólf 2:

Verkstæði bílamálara og bifreiðasmiða – sami inngangur og hefur verið.

Hólf 3:

Nemar og kennarar í bifvélavirkjun sem eru að fara í stofur B11 og B09 og inn á verkstæðin – að undanskildum vélverkstæðishlutanum, Dyno-stofunni og stofu 13 – fara inn um sama inngang og verið hefur.

Hólf 4: nýtt

Nemar og kennarar í bifvélavirkjun sem eru að fara í stofu 13, vélverkstæðishólfið eða dyno hólfið – ganga inn að norðanverðu – stóru dyrnar inn í vélaverkstæðishólfið.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira