Hleðsludagar og nám og kennsla vikuna 27.-30. október

21/10/2020

  • Inngangar í hólf í Bhs á tímum Covid-19

Hleðsludagar verða í skólanum fimmtudaginn 22. október, föstudaginn 23. október og mánudaginn 26. október. Skólinn verður lokaður þessa daga og eru þeir hugsaðir til að nemendur og starfsfólk geti hvílt sig, hlaðið batteríin vel og mætt svo aftur tilbúin að takast á við nám og kennslu seinni helming þessarar óvenjulegu annar. 

Fyrirkomulag kennslu vikuna 27.-30. október

Fjarnám/fjarkennsla:

  • Allir bóklegir áfangar, nema á framhaldsskólabraut.

  • Listnámsbraut (að hluta)

Staðnám/staðkennsla:

Annað varðandi kennslu

  • Mötuneyti skólans er áfram lokað

  • Nemendum er óheimilt að safnast saman á göngum eða öðrum rýmum utan kennslustofa.

  • Bókasafnið verður áfram opið þeim nemendum sem náms- og starfsráðgjafar hafa veitt sérstaka heimild til að sækja það.

  • Minnt er á mikilvægi þess að bóka tíma hjá náms- og starfsráðgjöfum á netinu til að fá ráðgjöf eða leiðbeiningar um námið og námstækni. Einnig er sjálfsagt að hafa samband vegna vanlíðunar, kvíða eða þátta sem koma í veg fyrir eðlilega námsframvindu.

  • Nemendur munu fá nánari skýringar um fyrirkomulag kennslu í einstökum áföngum frá viðkomandi kennara. Nemendur eru því beðnir um að fylgjast vel með öllum skilaboðum frá skólanum og kennurum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira