Hið ástkæra og ylhýra

18/11/2015

  • Dagur íslenskrar tungu 2015

Haldið var upp á dag íslenskrar tungu þann 16. nóvember, á afmælisdegi Jónasar Hallgrímssonar. Að þessu sinni var íslenskri tónlist og textagerð gert hátt undir höfði með því að spila eingöngu íslenska tónlist, frá ýmsum tímum, í frímínútum og hádegishléi. Fulltrúar nemendafélagsins buðu upp á þjóðlegar veitingar í matsalnum, kleinur og flatbrauð með hangikjöti. Auk þessa voru sumir kennarar með verkefni tengd deginum í kennslustundum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira