Heimsókn í Hallsteinsgarð

11/5/2021 Sérnámsbraut

  • Hallsteinsgarður
  • Hópmynd við listaverk
  • Hópmynd af nemendum við listaverk Hallsteins
  • Skuggamynd af hópnum

Kennarar Borgarholtsskóla eru að vanda hugmyndaríkir þegarkemur að kennslu. Nýlega var uppbrot í íþróttatíma á sérnámsbraut þar sem Halla Karen Kristjánsdóttir fór með nokkra nemendur í Hallsteinsgarð að skoða listaverkin sem þar eru. Þar skoðuðu þau öll listaverkin en nemendur áttu síðan að velja sitt uppáhaldsverk og útskýra hvers vegna þeir völdu þetta tiltekna verk. Þegar komið var aftur í skólastofuna áttu nemendur að teikna verkið sem þeir völdu sem sitt uppáhald. 

Hallsteinsgarður er í nærumhverfi skólans og því kjörið að nýta það. Nemendurnir þekkja nú listamanninn Hallstein Sigurðsson og verkin hans sem standa á hæðinni í Gufunesi. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira