Heimsókn í Egmont Højskolen

23/5/2022 Erlent samstarf Sérnámsbraut

  • Nemendurnir fjórir sem fóru frá Borgarholtsskóla
  • Nemendur unnu að textagerð við ákveðinn takt
  • Fleiri að vinna að textagerð
  • Matartími
  • Nemendurnir og kennararnir sem fóru í ferðina.

Á dögunum fóru fjórir kennarar með fóra nemendur af sérnámsbraut í heimsókn í Egmont Højskolen sem er á Jótlandi í Danmörku.

Nemendurnir fengu að kynnast skólanum og umhverfi hans ásamt því að fara í tónlistartíma og matreiðslu. Þessi skóli er fyrir alla og hugmyndafræði skólans gengur út á það að allir hjálpist að þannig að allir geti tekið þátt í því sem þeir hafi áhuga á óháð fötlun.

Við skólann er sundlaug með hárri vatnsrennibraut sem er með lyftu þannig að nemendur í hjólastól eiga auðvelt með að fara í hana.

Í tónlist var fjallað um hip-hop og nemendurnir unnu saman að textagerð við ákveðinn takt. Fyrst unnu nemendur Borgarholtsskóla saman og þeir dönsku saman að textagerð. Síðan var hópnum blandað saman þannig að bæði dönsku og íslensku nemendurnir unnu saman að textagerð við annan takt.

Í matreiðslu unnu nemendur tveir og tveir saman og fengu matpakka að hætti Eldum rétt og eldaði annar hópurinn pasta með beikoni en hinn hópurinn gerði kjúklingarétt, salsa og steikti kartöflur.

Heimsóknin var þó ekki bara stanslaus lærdómur því hópurinn var með bíl til afnota. Brugðið var til dæmis á leik í Legolandi og farið til Århus þar sem meðal annars "Den gamle by“ var skoðaður.

Ferðin gekk mjög vel og komu allir sáttir og sælir heim.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira