Heimsókn í Danfoss
Nemendur úr málmiðngreinum heimsóttu Danfoss miðvikudaginn 9. september. Nemendurnir eru allir í áfanganum vökvatækni í dreifnámi.
Hrafn Melsted tók á móti nemendunum. Fjallað var um vökvakerfi og búnað sem tengist vökvakerfum.
Heimsóknir sem þessar eru gríðarlega mikilvægar til að nemendur fái tækifæri til að fræðast um það nýjasta í faginu.
Við þökkum Danfoss og Hrafni fyrir góðan fyrirlestur og frábærar móttökur.