Heimsókn frá sendiráðum

23/1/2020

  • Í kennslustund í þýsku
  • Starfsemi sendiráðanna kynnt
  • Heilsað upp á selinn í fundarherberginu
  • Gestirnir ásamt kennurum og skólameisturum

Miðvikudaginn 23. janúar  fengu nemendur og kennarar í þýsku og frönsku góða heimsókn. Sendiherra Frakklands, Graham Paul, og fulltrúi þýska sendiráðsins, Sabine Friðfinnsson (í forföllum sendiherrans), komu fyrst í þýskutíma og kynntu fyrir nemendum starf sendiherra og starfsemina á Íslandi. Meðal annars var kynnt hvernig sendiráðin geta aðstoðað Íslendinga sem vilja fara til þessara landa til náms eða starfa. Franski sendiherrann sat síðan fyrir svörum á meðan nemendur spurðu hann um allt mögulegt.  Þar sem sendiherrann talar fína þýsku fór að sjálfsögðu allt fram á því tungumáli og þar  með fengu nemendur góða æfingu. Sami leikurinn var síðan endurtekinn í frönskutíma við góðar undirtektir.

Tilgangurinn með heimsókninni var að kynna fyrir starfsmönnum sendiráðanna skóla á framhaldsskólastigi og þá sérstaklega kennslu í þýsku og frönsku. Einnig má nefna að á þessum degi árið 1963​ skrifuðu Konrad Adenauer og Charles de Gaulle undir samning í Elysée höll í París um samstarf á milli landanna í stað illdeilna og stríða.

Þýsku- og frönskukennarar og -nemendur þakka kærlega fyrir þessa skemmtilegu og gagnlegu heimsókn.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira