Heimsókn frá Búdapest

13/9/2022 Bóknám Erlent samstarf

  • Nemendur og kennarar frá Búdapest

Þessa viku er hópur frá Búdapest í Ungverjalandi í heimsókn í tengslum við Erasmus verkefnið Wasser, Schatz der Natur en verkefnið snýst um vatnið sem fjársjóð náttúrunnar.

Í hópnum eru tíu nemendur og tveir kennarar sem dvelja hér í viku. Þau eru að endurgjalda heimsókn sem nemendur Borgarholtsskóla fóru í árið 2018. Covid 19 kom í veg fyrir að þau kæmu vorið eftir eins og fyrirhugað var.

Á morgnana er hópurinn í ýmsum tímum og tekur þátt í verkefnum með nemendum Borgó en einnig eru fyrirhugaðar ýmsar skoðunarferðir bæði innan- og utanbæjar. Auk Ungverjanna taka fjórir íslenskir nemendur þátt.

Heimsóknin hófst mánudaginn 12. september og hitti hópurunn þá skólastjórnendur og fóru í kynnisferð um skólann.

Hópurinn er boðinn hjartanlega velkominn með von um að heimsóknin verði þeim ánægjuleg.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira