Heimsókn á Hafrannsóknastofnun
Miðvikudaginn 10. febrúar fóru nemendur í áfanganum Vistfræði (LÍF113) og Jarðfræði (JAR113) í heimsókn á Hafrannsóknarstofnun Íslands.
Nemendur kynntust hafinu, auðlindum þess og helstu rannsóknum Hafrannsóknarstofnunar. Til að byrja með hlustuðu nemendur á fyrirlestur frá sérfræðingi um hlutverk stofnunarinnar og helstu rannsóknum. Síðan fengu nemendur að skoða upplýsingarsetur stofnunarinnar, en þar er að finna kaldsjávarbúr, upplýsingaskjái með ýmsu myndefni, sýningargripi og fleira.
Heimsóknin var fróðleg og nemendur voru almennt ánægðir með ferðina.