Heimsókn á Grundartanga
Nemendum í málmiðnaðardeild var boðið í fyrirtækjaheimsókn í Norðurál á Grundartanga þriðjudaginn 31. janúar. Alls fóru 14 nemendur og 3 kennarar í ferðina.
Byrjað
var á kynningu á fyrirtækinu sjálfu og svo var gengið um allt
álverið og starfssemin skoðuð. Nemendur undruðust stærð álversins og
hve umfangsmikil starfsemin er. Einnig voru þeir hissa á hve
strangar öryggisreglur voru í álverinu.
Í lokin var öllum boðið upp á pizzuveislu og þá svöruðu starfsmenn álversins spurningum nemendanna. Norðurál er að leita að nemum og sumarstarfsfólki og var mikið rætt um atvinnumöguleika hjá álverinu.