Heimir í heimsókn

5/12/2017

  • Heimir Hallgrímsson
  • Nemendur hlusta dolfallnir á Heimi
  • Kollegarnir Bjarni og Heimir
  • Þrír meistarar

Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu, heimsótti Borgarholtsskóla í dag. Heimir ræddi við nemendur á afreksbraut um þau gildi sem höfð eru að leiðarljósi í starfi landsliðsins. Fengu nemendur innsýn í þann hugsunarhátt sem komið hefur liðinu á lokakeppni á tveimur stórmótum í röð.

Heimir náði vel til nemenda og mátti heyra saumnál detta í salnum á meðan á fyrirlestri hans stóð. Þarf ekki að tíunda mikilvægi þess boðskapar sem hann flutti fyrir nemendur sem stefna á feril í afreksíþróttum.

Heimir kom líka við á sérnámsbraut og tók víkingaklappið með nemendum brautarinnar. Að lokum hentu skólameistarar í rándýrt selfí með þjálfaranum.

Bjarni Jóhannsson íþróttakennari hafði veg og vanda að heimsókn Heimis.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira