Heimilda- og stuttmyndir frumsýndar
Á uppstigningardag voru frumsýndar heimilda- og stuttmyndir í Bíó Paradís. Myndirnar eru allar lokaverkefni nemenda á kvikmyndasviði listnámsbrautar.
Eftirfarndi nemendur sýndu lokaverkefni sín:
Aron Nökkvi Ólafsson sýndi heimildamyndina „Eiður Smári“,
Jón Bragi Jakobsson sýndi heimildamyndina „Bragi Tómasson - lífssaga“,
Karel Candi sýndi stuttmyndina „Adam“ ,
Phatthariya Daníelsdóttir sýndi stuttmyndina „Vinkona Mín“,
Sóley Ósk Erlingsdóttir sýndi heimildamyndina „Afi minn - skyttan“,
Theodóra Gríma Þrastardóttir stuttmyndina „Röddin“.