Heilsuvikur Borgó

8/10/2021

  • Nemendur í zumbatíma
  • dr. Erla Björnsdóttir
  • Gróa Másdóttir
  • Flosi Jón með zumbatíma
  • Margrét Lára og Elísa Viðarsdætur

Undanfarnar tvær vikur hafa farið fram heilsuvikur Borgó en það er samhangandi við íþróttaviku Evrópu sem haldin er ár hvert frá 23. - 30. september. Borgarholtsskóli er heilsueflandi framhaldsskóli og leggur mikið upp úr því að nemendur og starfsfólk stundi heilbrigðan lífsstíl. 

Vikuna 4.-8. október var boðið upp á viðburði í hádeginu í matsal skólans. Mánudaginn 4. október komu systurnar Margrét Lára Viðarsdóttir, knattspyrnukona og Elísa Viðarsdóttir, næringarfræðingur og héldu fyrirlestur um næringu og hreyfingu. Þriðjudaginn 5. október var jóga og hugleiðsla leidd af Gróu Másdóttur jógakennara. Miðvikudaginn 6. október hélt dr. Erla Björnsdóttir fyrirlestur um mikilvægi góðs svefns. Fimmtudaginn 7. október var Flosi Jón, leiklistarkennari með zumbatíma í matsalnum.
Vikunni lauk svo föstudaginn 8. október með því að dregnir voru út vinningshafar í Instagramleik sem fór fram í vikunum þar sem nemendur voru hvattir til að deila sinni hreyfingu á instagram og merkja skólann og nemendafélagið.  

Heilsuvikur tókust mjög vel og almenn ánægja var með viðburði og fyrirlestra.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira