Heilsudagurinn

4/10/2019

  • Heilsudagurinn 2019
  • Heilsudagurinn 2019
  • Heilsudagurinn 2019
  • Heilsudagurinn 2019
  • Heilsudagurinn 2019
  • Heilsudagurinn 2019
  • Heilsudagurinn 2019
  • Heilsudagurinn 2019
  • Heilsudagurinn 2019

Föstudaginn 4. október var heilsudagur í Borgarholtsskóla og var af því tilefni hefðbundin kennsla brotin upp hluta dagsins.

Þegar nemendur mættu í skólann var þeim boðið upp á ávexti og grænmeti, auk lýsisperla frá Lýsi hf.

Hefðbundin kennsla var í tveimur fyrstu kennslustundunum með þeirri undantekningu að nýnemar fengu kynningu á efni frá Landlæknisembættinu tengdu forvarnardeginum.

Í þriðja og fjórða tíma var kennsla brotin upp og nemendur fóru á mismunandi stöðvar sem þeir höfðu valið sér. Margt var í boði, s.s. skák, hjólreiðar, göngutúr, horfa á heimildamynd, fyrirlestur um heilsu og hreyfingu, hægt að læra að gera hristinga og heilsustangir, fara í körfubolta, handbolta, fótbolta, á skauta, í ræktina eða frísbígolf svo eitthvað sé nefnt.

Í hádegishléi spilaði skólahljómsveitin undir stjórn Þráins í Skálmöld.

Eftir vel heppnaða dagskrá morgunsins var svo tekið aftur til við hefðbundinn lærdóm.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira