Heilsudagur

4/10/2018

 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018
 • Heilsudagur 4. október 2018

Fimmtudaginn 4. október var heilsudagur í Borgarholtsskóla og var af því tilefni hefðbundin kennsla brotin upp hluta dagsins.

Þegar nemendur mættu í skólann var þeim boðið upp á ávexti og grænmeti, auk lýsisperla frá Lýsi hf.

Hefðbundin kennsla var í tveimur fyrstu kennslustundunum en í þriðja og fjórða tíma var boðið upp á óhefðbundið nám. Nemendur gátu valið á milli fjölbreyttra stöðva, t.d. skák, að hjóla, fara í göngutúr eða horfa á heimildamynd um Avicii. Egilshöll var vel nýtt en þar var hægt að fara í körfubolta, handbolta, fótbolta, skella sér á skauta, í ræktina eða keilu, auk þess sem í boði var spinning og hot yoga. Þorsteinn V. Einarsson kom og hélt fyrirlestur um karlmennskuna og boðið var upp á að læra að gera hristinga og heilsustangir. Í Gufunesbæ var hægt að fara í frisbígolf.

Í hádegishléi spilaði skólahljómsveitin undir stjórn Þráins í Skálmöld og sönghópur skólans söng tvö lög undir stjórn Hreindísar Ylfu söngkennara. Eftir hádegi tók svo alvaran við með kennslu samkvæmt stundaskrá.

Dagurinn tókst vel og var kærkomin tilbreyting.

Meðfylgjandi myndir voru teknir í dag og eru fleiri á facebook síðu skólans .Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira