Heilsudagur
Heilsudagur var haldinn í skólanum í dag.
Dagurinn byrjaði á því að tekið var á móti nemendum með ávöxtum og lýsistöflum frá Lýsi hf. Auk þess var nemendum boðið upp á hafragraut í fyrstu frímínútunum.
Hefðbundið skólastarf var framan af morgni en kl. 10:35 og fram yfir hádegi var kennslan brotin upp. Nemendum var boðið að velja á milli fjölbreyttra stöðva, þar sem hægt var að rækta líkama og sál eða fræðast um næringarfræði.
Hægt var að velja um körfubolta, handbolta, sund, knattspyrnu, skauta, jóga, spinning, keilu, tækjasal í World Class, hlaup úti, göngu, matreiðslunámskeið (boost og hollir bitar), horfa á fræðslumynd um næringu eða hlusta Ólaf Sæmundsson flytja fyrirlestur um næringu.
Nemendur tóku þátt af kappi og var þetta skemmtileg tilbreyting frá hefðubundnu skólastarfi.
Meðfylgjandi myndir voru teknar í dag og sjá má fleiri á facebook síðu skólans.