Haustferðir afrekssviðs

16/9/2021 Afrekið

 • Nýnemar við á
 • Nýnemar við foss
 • Nýnemar í hjólaferð
 • Nýnemar að hjóla
 • Nýnemar á afrekssviði
 • Annars árs nemar
 • Annars árs nemar í leik
 • Annars árs nemar að spila
 • Annars árs nemar í hjólaferð
 • Þriðja árs nemar í hellaferð
 • Þriðja árs nemar í helli
 • Nýnemar á hjólum
 • Þriðja árs nemar

Nemendum afreksíþróttasviðsins er boðið árlega í haustferðir og var það einnig gert núna í upphafi skólaársins. Markmið ferðanna er að nemendur kynnist betur og skemmti sér saman.

Nám á afreksíþróttasviðinu tekur þrjú ár og voru ferðalögin skipulögð með það í huga svo að árgangarnir væru saman. Nýnemarnir fóru í Hveragerði þar sem Iceland Acitivies bauð upp á hjólaferð og hópefli. Annars árs nemar fóru einnig í sams konar ferð með Iceland Activities en sú ferð var langþráð þar sem fella þurfti niður ferðir á síðasta ári vegna sóttvarnartakmarkana. Þriðja árs nemar fóru hins vegar í ferð á Hengilssvæðið í hellaskoðun og baðferð.

Ferðirnar lukkuðust allar ljómandi vel og nemendur fegnir að geta loksins farið í hópferðir eftir tímabil takmarkana. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira