Hans og Gréta 14+

11/3/2019 Listnám

  • Leikfélag Borgarholtsskóla sýnir leikritið Hans og Gréta 14+

Föstudaginn 8. mars frumsýndi Leikfélag Borgarholtsskóla leikritið Hans og Gréta 14+ í Hlöðunni í Gufunesbæ.

Í þessari 14+ útgáfu er farið í gegnum ljótleikann í verkinu en um leið er lofað ómótstæðilegri skemmtun.  Leikstjóri og handritshöfundur er Ingi Hrafn Hilmarsson.

Athugið að sýningin er ekki fyrir yngri en 14 ára þar sem sum atriðin eru ekki við hæfi barna. Einnig er rétt að vekja athygli á að blikkljós eru í sýningunni.

Næstu sýningar eru:
Aukasýning - 11. mars - 20:00
6. sýning - 12. mars - 20:00
7. sýning - 14. mars - 20:00
8. sýning - 15. mars - 20:00

Miða á sýninguna er hægt að kaupa á tix.is


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira