Handavinna málmiðna

15/2/2022 Málmiðngreinar

  • Verðandi stálsmiðir og vélvirkjar
  • Nemandi í vélvirkjun að vinna að verkefni
  • Nemandi í vélvirkjun að störfum
  • Nemandi í stálsmíði að sjóða

Í HVM3A05 og HVM3B05 eru nemendur að vinna, bæði í hópum og ein, að verkefnum á verkstæðum skólans.

Í HVM3A05 þurfa nemendur að nýta þá þekkingu sem þeir hafa fengið í öðrum áföngum, s.s. suðu, rennismíði, plötuvinnu, teikningu og aflvélavirkjun við úrlausn verkefna. Nemendur þurfa jafnframt að gera sér grein fyrir kostnaðarþáttum verkefna, gera áætlanir og sannreyna þær.

Í HVM3B er gerð krafa um að nemendur vinni sjálfstætt undir eftirliti. Í þeim áfanga er ætlast til að nemendur einbeiti sér að því sviði málmiðnar sem þeir ætla að taka að loknu grunnnámi. Á þessu stigi á nemandinn að geta unnið eftir teikningum og metið hvernig best er að vinna ákveðin verk með tilliti til kostnaðar, öryggis, efnisvals og gæða.

Meðfylgjandi myndir voru teknar af nemendum í þessum áföngum á síðustu önn.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira