Halldór Frank í 2. sæti
Nemandi úr Borgarholtsskóla, Halldór Frank, varð í 2. sæti í smásagnasamkeppni í ensku, sem háð er milli fjölmargra framhaldsskóla og grunnskóla á landinu.
Fimmtudaginn 12. mars tók Halldór við verðlaununum við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í fylgd með Írisi Rut enskukennara og stjórnarkonu í FEKÍ, félagi enskukennara á Íslandi.
Nemendum okkar hefur gengið einstaklega vel í þessari keppni síðustu ár og iðulega hreppt 1. eða 2. sætið í framhaldsskólakeppninni.