Hagnýt margmiðlun - fyrsti útskriftarhópur

26/5/2015

  • Fyrsti útskriftarhópur hagnýtrar margmiðlunar

Laugardaginn 23. maí útskrifaðist fyrsti hópurinn úr hagnýtri margmiðlun.  15 manns luku prófi eftir að hafa stundað námið í 4 annir, þar á meðal grunnskólakennarar, leikskólakennari, framhaldsskólakennarar, framkvæmdastjórar og einstaklingar í eigin atvinnurekstri.  Almenn ánægja var meðal þessara nemenda með námið enda bæði gagnlegt og auðvelt að stunda það með vinnu eða öðru námi.  Á meðfylgjandi mynd má sjá þau sem viðstödd voru útskriftina ásamt Kristjáni Ara Arasyni kennslustjóra.

Í haust verður aftur boðið upp á þetta margmiðlunarnám með dreifnámsfyrirkomulagi. Um er að ræða hagnýta margmiðlun sem gæti hentað vel öllum þeim sem vilja treysta sig í starfi og / eða ná góðum tökum á margmiðlunartækninni. Námið er ætlað fólki með ólíka þekkingu og bakgrunn sem vill öðlast alhliða hæfni í hönnun og miðlun efnis með stafrænni tækni. Námið er bæði verklegt og fræðilegt. Um er að ræða alhliða kennslu og þjálfun í framsetningu og vinnslu efnis með stafrænum hætti; gerð prent-, kvikmynda- og vefefnis svo eitthvað sé nefnt.

Námið er vottað 4. þrepi þar sem stúdentsprófs eða sambærilegrar menntunar er krafist. Námið er metanlegt til háskólaeininga - það er þó háð matsreglum hvers skóla.  

Í nýjasta tölublaði Skólavörðunnar birtist grein sem heitir Skapandi skólastarf kallar á breytta kennsluhætti .  Greinin fjallar um þessa námsleið og vitnað er í nemendur sem lokið hafa náminu.

Auglýsing um hagnýta margmiðlun.
Umsjónarmaður með náminu er Kristján Ari Arason og veitir hann nánari upplýsingar um námið í s. 820- 2930.

Umsóknarfrestur er til 15. júní nk


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira