Hæfileikakeppni á sérnámsbraut

16/4/2021

  • Allur hópurinn með viðurkenningarskjöl
  • Steindór með verðlaun fyrir fyrsta sætið
  • Steindór flytur sigurlagið
  • Dómnefndin
  • Tanja, Björn, Árni og Daníel urðu í þriðja sæti
  • Gunnar Ingi og Védís Katla urðu í öðru sæti

Þann 15. apríl fór fram hæfileikakeppni þar sem nemendur af sérnámsbraut sýndu snilli sína í ýmsum listum. Sumir sungu, aðrir spiluðu á hljóðfæri og enn aðrir voru með myndbönd. Hæfileikakeppnin var virkilega skemmtileg og hver hæfileikaríki nemandinn tók við af öðrum.

Í dómnefnd sátu Ásta Laufey, aðstoðarskólameistari, Hilmar Sverisson, tækjavörður og Guðrún Sigurðardóttir, kennari á sérnámsbraut. 

Það var Steindór Briem sem stóð uppi sem sigurvegari með lagið Þannig týnist tíminn, Védís Katla og Gunnar Ingi urðu jöfn að stigum í öðru sæti, Védís með lagið Sigrum veiruna og Gunnar með lagið Shallow. Í þriðja sæti lentu svo Tanja, Björn, Daníel og Árni með frábært myndband þar sem þau gerðu létt grín að starfsfólki. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira