Hæfileikakeppni á sérnámsbraut
Þann 15. apríl fór fram hæfileikakeppni þar sem nemendur af sérnámsbraut sýndu snilli sína í ýmsum listum. Sumir sungu, aðrir spiluðu á hljóðfæri og enn aðrir voru með myndbönd. Hæfileikakeppnin var virkilega skemmtileg og hver hæfileikaríki nemandinn tók við af öðrum.
Í dómnefnd sátu Ásta Laufey, aðstoðarskólameistari, Hilmar Sverisson, tækjavörður og Guðrún Sigurðardóttir, kennari á sérnámsbraut.
Það var Steindór Briem sem stóð uppi sem sigurvegari með lagið Þannig týnist tíminn, Védís Katla og Gunnar Ingi urðu jöfn að stigum í öðru sæti, Védís með lagið Sigrum veiruna og Gunnar með lagið Shallow. Í þriðja sæti lentu svo Tanja, Björn, Daníel og Árni með frábært myndband þar sem þau gerðu létt grín að starfsfólki.