Hæfileikakeppni

28/3/2019 Sérnámsbraut

  • Áhorfendur skemmtu sér vel
  • Dómnefnd með Adam Geir
  • Dómnefnd með Karen Sól
  • Dómnefnd með Guðrúnu Selmu og Ragnheiði Ósk
  • Þátttakendur í hæfileikakeppninni með viðurkenningarskjölin

Þriðjudaginn 26. mars 2019 var haldin hæfaleikakeppni á sérnámsbraut Borgarholtsskóla.

Í 1. sæti lentu Guðrún Selma nemandi í Borgarholtsskóla og Ragnheiður Ósk nemandi í Fjölbrautaskólanum í Mosfellsbæ. Þær sungu lagið Birtir alltaf til með Stopwaitgo.

Í 2. sæti lenti Karen Sól en hún söng lagið Make you feel my love með Adele

Í 3. sæti lenti Adam Geir. Hann söng lagið Ring of fire með Johnny Cash.

Framkvæmd keppninnar var í höndum Theodórs Karlssonar kennara en dómnefndina skipuðu Hilmar Sverrisson, Soffía Grímsdóttir og Elísabet Bjarnadóttir.

Það eru því þær Guðrún Selma og Ragnheiður sem munu keppa fyrir Borgó/FMos og Karen Sól sem mun keppa fyrir Borgó í Hæfileikakeppni starfsbrauta sem fer fram 11. apríl næstkomandi í Grundarfirði.

Alls tóku 10 nemendur úr Borgarholtsskóla og einn nemandi úr Fjölbrautaskólanum í Mosfellsbæ þátt í keppninni. Öll atriðin voru söngatriði nema eitt en einn nemandinn hafði frumsamið lag í vefforritinu Soundation. Þátttakendurnir stóðu sig með miklum sóma og áhorfendur skemmtu sér mjög vel.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira