Gulleplið komið í Grafarvoginn
Þann 2. nóvember 2015 afhenti Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, Bryndísi Sigurjónsdóttur skólameistara Gulleplið.
Heilsueflandi framhaldsskóli er verkefni á vegum landlæknisembættisins og eru þáttökuskólarnir nú 31 talsins. Gulleplið er viðurkenning fyrir framúrskarandi starf og árangur í heilsueflingu og er veitt árlega til einhvers af þeim skólum sem taka þátt í verkefninu.
Þetta er fimmta árið sem Gulleplið er afhent en áður hafa Flensborgarskólinn í Hafnarfirði, Verzlunarskóli Íslands, Fjölbrautaskóli Vesturlands á Akranesi og Fjölbrautaskóli Suðurlands hlotið viðurkenninguna.