Guðrún hlaut Edduverðlaun

1/3/2018

  • Guðrún Ragnarsdóttir, Kristín Björk Kristjánsdóttir, Kristjana Thors, Stefán Örn Eggertsson og Margrét Birta Björgúlfsdóttir
Guðrún Ragnarsdóttir kennari á listnámsbraut Borgarholtsskóla hlaut Edduverðlaun fyrir mynd sína Sumarbörn. Myndin hlaut verðlaun í flokknum barna- og unglingaefni ársins.

 Á vef Kvikmyndamiðstöðvar Íslands segir um myndina: "Systkinin Eydís og Kári eru send til sumardvalar á afskekkt barnaheimili vegna heimiliserfiðleika og fátæktar. Börnin trúa því statt og stöðugt að dvölin verði stutt, en biðin veldur þeim síendurteknum vonbrigðum. Dagarnir líða, en Eydís með sinn sterka lífsvilja og lífsgleði yfirstígur hverja hindrunina eftir aðra með ráðsnilld og dugnaði og umhyggju fyrir Kára bróður sínum."

Guðrún samdi handrit og leikstýrði, Kira Kira og Hermigervill sáu um tónlistina, Ásgrímur Guðbjartsson stjórnaði kvikmyndaupptöku og Davíð Alexander Corno sá um að klippa myndina. Framleiðendur myndarinnar voru Anna María Karlsdóttir og Hrönn Kristinsdóttir. Með aðalhlutverk fara Kristjana Thors, Stefán Örn Eggertsson og Brynhildur Guðjónsdóttir.

Sumarbörn var frumsýnd 13. október 2017. Þessa dagana er hægt að leigja myndina í sjónvarpsþjónustu Símans og Vodafone.
Sýnishorn af myndinni .

Meðfylgjandi myndir voru fengnar að láni hjá Kristínu Björk Kristjánsdóttur og af vefnum kvikmyndir.is .

SumarbörnHefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira