Grunnskólanemar í Borgó

5/9/2017

  • Grunnskólanemar í málmsmíðavali haust 2017
  • Grunnskólanemar í málmsmíðavali haust 2017
  • Grunnskólanemar í málmsmíðavali haust 2017
  • Grunnskólanemar í málmsmíðavali haust 2017
  • Grunnskólanemar í málmsmíðavali haust 2017

Grunnskólanemendurnir eru mættir í málmskálann, en nemendum í  9.-10. bekk er boðið að koma í málmsmíði sem val í sínum skólum. Í ár verða um 80 nemendur úr 12 skólum á höfuðborgarsvæðinu í Borgarholtsskóla á föstudögum og mánudögum.   Nemendurnir læra grunnatriði  í að lesa teikningar, beygja málma, málmsuðu, rafeindatækni og spóntöku í rennibekk ásamt öryggisatriðum.  Þau sem klára námið fá áfangann MSG172 metinn á framhaldsskólastigi í Innu.  Í vetur munu nemendur vinna sérstaklega með sköpun.  Þau eiga eftir að gera skartgripi úr gömlum 5 aurum, kertastjaka í CNC rennismíði sem þau hanna sjálf, steypa málma eftir eigin hönnun, gera rafrás og hanna yfirbygginguna sjálf og skera hana úr í plasmaskurðarvél og að lokum munu þau gera fígúrur með því að bræða saman málma í logsuðutækjum.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira