Grunngildi skólans á veggmynd

17/12/2019

  • Veggmynd eftir Halldór Jóhann Gunnarsson
  • Verkið hafið
  • Veggmyndin langt komin

Í desember málaði Halldór Jóhann Gunnarsson fyrrverandi nemandi Borgarholtsskóla og útskriftarnemi í Listaháskólanum veggmynd í anddyri skólans. Veggmyndin sýnir grunngildi skólans og var hún hönnuð í samvinnu Halldórs og Kristínar Maríu Ingimarsdóttur kennara í grafískri hönnun.

Gunngildi skólans eru fimm. Þau eru náungakærleikur, sköpun, sjálfsagi, framsækni og jafnrétti. Öllum þessum gildum vill skólinn halda á lofti og vinna eftir þeim alla daga.

Myndin er mjög litrík og má geta þess að appelsínuguli liturinn var valinn fyrir náungakærleik til heiðurs fyrrum nemanda okkar sem lést í fyrra. Appelsínugulur var uppáhaldsliturinn hans og hann var þekktur fyrir þann kærleik og vináttu sem hann sýndi samnemendum sínum.

Við erum stolt af þessari fallegu mynd sem mætir gestum, nemendum og starfsfólki þegar þeir koma inn í skólann og við erum stolt af þessum hæfileikaríka fyrrveranda nemanda sem skapar slíka list.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira