Grafísk hönnun - útskriftarsýning
Útskriftarsýning nemenda í grafískri hönnun opnaði formlega mánudaginn 10. maí 2021 í Borgarbókasafni, menningarhúsi í Spöng.
Eftirtaldir nemendur áttu verk á sýningunni:
Deividas Kaubrys - Alveg týpískt
Elín Aspelund Georgsdóttir - Björgum býflugunum
Fannar Freyr Bergsson - Frá A-Z
Gísli Ingólfsson - Er ég út(b)runnin
Hildur Högna Önnudóttir – Sjálfsmynd
Ómar Smári Sigurgeirsson - Portfolio Invader
Ragnheiður Hrönn Þórðardóttir - Þetta er mín gríma
Sara Sóley Ómarsdóttir - Ekki hugmynd
Stefán Atli Gunnarsson - Út í geim
Tómas Torrini - Spegill, spegill
Verkin og ferilbækurnar voru unnar undir leiðsögn kennaranna Ara Halldórssonar, Kristínar Maríu Ingimarsdóttur og Kristínar Þóru Guðbjartsdóttur.
Sýningin er einstaklega falleg og vönduð og er nemendum óskað til hamingju með árangurinn.
Sýningin mun standa til mánudagsins 24. maí 2021.