Grafísk hönnun á ferð og flugi

14/10/2021 Listnám

  • Steinar í Áskoti
  • Nemendur í Áskoti
  • Smiðja í hönnunarsafni
  • Nemendur í heimsókn í Áskoti
  • Nemendur
  • Hönnunarsafn
  • Nemendur í smiðju

Nemendur og kennarar í grafískri hönnun hafa verið á ferð og flugi. Í síðustu viku fóru kennararnir Kristín María Ingimarsdóttir, Ragnhildur Ragnarsdóttir og Sóley Stefánsdóttir austur fyrir fjall með nemendur á 3. ári í grafískri hönnun. Þau heimsóttu Grétu V. Guðmundsdóttur og Steinar Sigurðsson í Áskoti í Ásahreppi. Gréta er grafískur hönnuður en þau Steinar reka einnig hestatengda þjónustu og starfrækja endurhæfingar- og þjálfunarmiðstöð fyrir hesta með hestasundi og fleiru.

Kristín María, Ragnhildur og Sóley fóru einnig  með nemendur á 2. ári í grafískri hönnun á sýningu í Hönnunarsafni Íslands í Garðabæ og skoðuðu yfirlitssýningu Kristínar Þorkelsdóttur. Kristín Þorkelsdóttir er frumkvöðull í grafískri hönnun og stofnandi einnar fyrstu auglýsingastofu landsins auk þess að vera annar hönnuða peningaseðla Íslands. Eftir að hafa skoðað sýninguna fengu nemendur svo að taka þátt í smiðju í nýrri vinnustofu sem safnið er með.

Báðar ferðir voru afar vel heppnaðar og voru nemendur og kennarar ánægð með þær. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira