Góður árangur í þýskuþraut

3/5/2021 Bóknám

  • Jón Arnar og Ásta Laufey aðstoðarskólameistari

Fyrir skömmu fór fram hin árlega þýskuþraut framhaldsskólanna. Jón Arnar Halldórsson, nemandi Borgarholtsskóla, stóð sig frábærlega og hreppti 15. sætið. Alls tóku um 80 nemendur frá ýmsum skólum þátt. Hann hefur þegið boð um að taka þátt í netnámskeiði ásamt þátttakendum frá ýmsum löndum, þar sem áhersla er lögð á að æfa tal ásamt því að kynnast Þýskalandi betur og því sem það hefur upp á að bjóða. Þann 25. maí býður þýski sendiherrann, Dietrich Becker, fimmtán efstu nemendunum til móttöku í sendiherrabústaðnum, þar sem veitt verða bókaverðlaun.

Jóni Arnari er óskað hjartanlega til hamingju með árangurinn. 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira