Góður árangur í stærðfræðikeppni

7/3/2017

  • Valgeir Sigurðsson
  • Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema mars 2017

Valgeir Sigurðsson nemandi Borgarholtsskóla tók þátt í lokakeppni Stærðfræðikeppni framhaldsskólanema laugardaginn 4. mars. Hann varð í einu af 17 efstu sætunum og fékk því boð um að taka þátt í norrænu keppninni. Norræna keppnin verður haldin 3. apríl í heimaskóla hvers nemanda, sem hefur unnið sér keppnisrétt.  Valið verður í Ólympíulið Íslands í stærðfræði úr hópi þessara 17 nemenda.

Valgeiri var boðin þátttaka í lokakeppinnni vegna góðs gengis í forkeppninni, sem haldin var 4. okt. 2016.  Af 377 keppndum var 47 nemendum boðið að taka þátt í áðurnefndri lokakeppni.

Þetta er fyrsta skipti sem nemandi úr Borgarholtsskóla er boðin þátttaka í norrænu keppninni.

Meðfylgjandi er mynd af Valgeiri og mynd sem tekin var af hluta þeirra nemenda sem taka þátt í norrænu keppninni.

Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira