Góðir gestir í heimsókn

5/10/2016

  • WOYPOC - heimsókn til Íslands í september 2016
  • WOYPOC - heimsókn til Íslands í september 2016
  • WOYPOC - heimsókn til Íslands í september 2016
  • WOYPOC - heimsókn til Íslands í september 2016
  • WOYPOC - heimsókn til Íslands í september 2016
  • WOYPOC - heimsókn til Íslands í september 2016
  • WOYPOC - heimsókn til Íslands í september 2016

20.-30.september síðastliðinn sáust góðir gestir á göngum skólans. Um 35 manna hóp nemenda og kennara frá Litháen, Kanaríeyjum og Tyrklandi var að ræða. Ástæða heimsóknarinnar var Erasmus + verkefni sem forvarnafulltrúar skólans, Sigurður Þórir, Guðný María og Ásta Laufey starfa að ásamt Jóhönnu Ingvarsdóttur verkefnastjóra. Viðfangsefnið er fíkn og var sérstaklega fjallað um vímuefni í Íslandsheimsókninni.

Það voru ærin verkefni sem biðu hópsins. Meðal annars var hlustað á fyrirlestur frá SÁÁ, landlæknisembættinu og fleirum auk þess sem Foreldrahús var heimsótt. Einnig héldu nemendur fyrirlestra, gerðu handbækur og unnu margvísleg verkefni í tengslum við viðfangsefnið. Guðný María leiklistarkennari setti á svið leikrit með þátttakendum í verkefninu og utan þess.  Leikritið fjallaði um þetta erfiða málefni og vakti það stormandi lukku. Einn dagurinn var helgaður íþróttum þar sem öll löndin komu með hópeflileik, Aron Gauti stjórnaði parkour með hópnum og eftir hádegi var farið á skauta í Egilshöllinni.

Auk alls þessa kynntust gestirnir íslenskri menningu með ferðalögum um Suðurland, sundferðum og ratleikjum um höfuðborgina en einnig kynntu erlendu gestirnir sína menningu fyrir íslenska hópnum á sérstökum fjölmenningarkvöldum.

Erasmus+


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira