Góð frammistaða í Stjórnunarkeppni

15/3/2018

  • Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna
  • Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna
Miðvikudaginn 14. mars tóku nokkrir nemendur af viðskipta- og hagfræðibraut BHS þátt í Stjórnunarkeppni framhaldsskólanna sem haldin var í Háskólanum í Reykjavík.
Tvö lið kepptu fyrir skólans hönd. Annað liðið hét Ripp, Rapp og Rupp og voru liðsmenn þess þær Sannija Brunovska, Birna Sól Daníelsdóttir og Adda Sólbjört Högnadóttir. Þær lentu í 2. sæti og  fengu í verðlaun flugmiða innanlands.

Hitt liðið hét Skytturnar þrjár og var það skipað þeim Antoni Helga Falkvard Traustasyni, Hnikari Bjarma Franklínssyni og Emblu Líf Hallsdóttur. Þau lentu í 3. sæti og fengu í verðlaun gjafabréf í Reykjavík Escape.

Leikurinn sem notaður var í keppninni er nokkurs konar viðskiptahermir og er hægt að finna nánari upplýsingar um hann á vefsíðunni http://www.edumundo.co.uk /.  Keppnin stóð yfir í fjórar klukkustundir og var skipt niður í 4 lotur. Í hléum var keppendum boðið upp á veitingar, auk þess sem þau fengu kynningu á HR.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira