Borgarholtsskóli vinsæll

14/6/2017

  • Lýðræðisfundur 27. október 2016

Nú er inntöku nýnema í framhaldsskóla að ljúka. Óhætt er að segja að Borgarholtsskóli njóti vinsælda nýútskrifaðra tíundubekkinga en skólinn var í öðru sæti á landsvísu þegar litið er til fyrsta vals. Alls bárust 260 umsóknir í fyrsta val auk fjölmargra umsókna í annað val. Eru umsóknir töluvert fleiri en laus pláss og því er ljóst að einhverjir verða frá að hverfa.

Auk umsókna nýnema barst skólanum fjöldinn allur af umsóknum frá eldri nemendum og er úrvinnslu þeirra að mestu lokið. Er allt útlit fyrir að komandi vetur verði annasamur hjá starfsfólki skólans og hlökkum við til að taka á móti fjölmennum og fjölbreyttum hópi nýnema í haust!

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira