Heimsókn til Finnlands

23/11/2017

  • Heimsókn til Finnlands vegna Global learning í nóvember 2017
  • Heimsókn til Finnlands vegna Global learning í nóvember 2017

Nú stendur yfir annar hluti Nordplus-verkefnisins Global learning power. Fer sá hluti fram í Finnska bænum Porvoo sem er rétt vestan við höfuðborgina Helsinki. Fimm nemendur úr nýsköpunaráföngum bóknámsbrauta  eru í för með Óttari Ólafssyni, nýsköpunar- og landafræðikennara, og er umfjöllunarefnið að þessu sinni heilsa og velferð (health and wellbeing). Nemendurnir sem fóru með eru þau Kristín Lísa Friðriksdóttir, Dagur Steinn Guðfinnsson, Sigurjón Óli Gunnarsson, Rakel Heba Ingadóttir og Victoria McDonald Þorkelsdóttir. Þær þjóðir sem taka þátt í verkefninu ásamt okkur Íslendingum og Finnum eru Eistar, Lettar og Danir.

Hér má sjá umfjöllun á ensku um verkefnið á heimasíðu finnska skólans.

Og hér er hlekkur á vefsíðu verkefnisins.

 


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira