Glerbúr afhent

4/3/2019

  • Ársæll skólameistari og Embla Líf formaður NFBHS
  • Ársæll og Embla klippa á borðann.
  • Stjórn NFBHS ásamt skólameisturum

Mánudaginn 4. mars afhenti Ársæll skólameistari Emblu Líf Hallsdóttur formanni Nemendafélagi Borgarholtsskóla svokallað glerbúr til afnota fyrir starfsemi félagsins.

Þetta rými, sem staðsett er í matsal skólans, hefur hingað til verið notað sem stóla- og borðageymsla en nú mun verða breyting á. Nota á herbergið sem félagsaðstöðu með afþreyingarmöguleikum fyrir nemendur. Þessa dagana stendur yfir skoðanakönnun meðal nemenda um hvað eigi að vera í boði í herberginu. Ársæll lét þess getið að glerbúrið yrði notað fyrir Nemendafélagið á meðan nýting þess væri skynsamleg.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira