Glæsilegt ball

17/3/2017

 • Glæsilegt ball vor 2017
 • Glæsilegt ball vor 2017
 • Glæsilegt ball vor 2017
 • Glæsilegt ball vor 2017
 • Glæsilegt ball vor 2017
 • Glæsilegt ball vor 2017
 • Glæsilegt ball vor 2017
 • Glæsilegt ball vor 2017
 • Glæsilegt ball vor 2017
 • Glæsilegt ball vor 2017
 • Glæsilegt ball vor 2017
 • Glæsilegt ball vor 2017
 • Glæsilegt ball vor 2017

Glæsileg skemmtun var haldin í Hlöðunni við Gufunesbæ að kvöldi 16. mars. Skemmtunin var skipulögð af nemendafélagi skólans í samráði við kennara og starfsmenn brautarinnar en um matinn sá Þórey Gylfadóttir með aðstoð starfsmanna.

Útskrifaðir nemendur fjölmenntu og skemmtu allir sér konunglega eftir að hafa gætt sér á kjúklingi og súkkulaðiköku. Nemendafélagið bauð upp fallega skreyttan sal, krap við komu, töframann, happdrætti og síðast en ekki síst Eurovision þátttakandann Aron Brink og félaga sem gerðu stormandi lukku. Sveppi diskó sá um danstónlistina í lokin.

Fulltrúar nemendafélagsins stóðu sig frábærlega í öllum undirbúningi og tóku fullan þátt í söng og dansi gesta. Það fóru allir þreyttir heim en með bros á vör að skemmtun lokinni.


Hefur þú ábendingu um frétt?

Sendu okkur jákvæðar og skemmtilegar fréttir.

Lesa meira